Hnúðkáls gratin

600 grömm hnúðkál 
200 grömm nýir sveppir 
2 matskeiðar smjör 
2,5 dl grænmetissoð (teningur) 
60 grömm rifinn gratínostur 
Salt og pipar eftir smekk

Afhýðið hnúðkálið. Skerið það svo í svo sem 5-10 mm þykkar skífur og hleypið suðunni upp á þeim í grænmetissoðinu. Leggið þær síðan í eldfast mót. Sneiðið sveppina og steikið þá í 1 msk af smjörinu. Kryddið þá með salti og pipar. Þegar sveppirnir eru orðnir ljósbrúnir eru þeir lagðir ofan á hnúðkálsskífurnar í fatinu. Afgangnum af smjörinu brugðið á heita pönnuna og látið bráðna. Síðan er smjörinu af pönnunni hellt jafnt yfir og þar ofan á er ostinum stráð. Steikt í 200-225°C heitum ofni þar til osturinn hefur bráðnað og er orðinn fallega brúnn.

Með vænum skammti af soðnu bankabyggi er þetta fullkomin máltíð fyrir 4.

- Back to products