Hnetusteik m/Bankabyggi

Hnetusteik m/byggi

1 sellerírót, rifin gróft

3 laukar saxaðir fínt

1 dl vatn

1 teningur grænmetiskraftur

Allt sett saman í pott og gufusoðið létt í 15 mín,  þá er bætt við: 

3 dl malaðar heslihnetur

1 dl soðið Bankabygg frá Móður Jörð

Soðið áfram í 5 mín (gætið að vatninu, þetta á ekki að vera blautt en má ekki brenna).

Tekið af hitanum og bætið við:

1 dl byggmjöl eða byggflögur frá Móður Jörð

2 eggjarauður,

Hrærið vel saman, takið af hitanum og látið kólna.

Þeytið 2 eggjahvítur, sem er svo bætt varlega útí í lokin.

 2 dl þurrkuð epli og sveskjur.

Setjið helming deigsins í eldfast mót og eplin og sveskjurnar þar ofaná og síðan restina af deiginu. þetta er bakað við 200° í 40 mín með loki yfir, þá er lokið tekið af og bakað áfram í 10 mín. Þetta má borða hvort sem er heitt eða kalt.

Bragðast vel með t.d. rjómalagaðri sveppasósu, gljáðu grænkáli og sultuðum rauðrófum t.d. Fennelgló frá Móður Jörð.

- Back to products