Grænmetis gratin
300 g bankabygg
200 g grænar mjúkar baunir
200g smátt skornar gulrætur
200 g maís
250 g rjómaostur
125 g rjómi
hvítlaukur
steinselja
salt
pipar
oregano
2 egg
Leggið byggið í bleyti í 6 klukkutíma. Láta það sjóða við vægan hita þangað til það er tilbúið eða í ca 30mín.
Blandið saman rjómaosti og rjóma, bætið hvítlauknum út í ásamt kryddinu.
Sláið eggin saman og blandið saman við grænnmetið, kryddið eftir smekk.
Smyrjið eldfast mót, grænmetið sett í formið og ostahrærunni hellt yfir.
Bakist í ofni í 45 mín, við 190°C.
- Back to products