Byggsteik

3 dl bankabygg,

250 g sveppir,

2 blaðlaukar,

2 hvítlauksgeirar,

2 sellerýstilkar,

3 msk sólblómafræ,

3 gulrætur,

2 grænar paprikur,

1 dl rúsínur,

1 dl byggmjöl,

3 egg,

½ msk malað kóríander,

½ búnt steinselja,

salt og pipar eftir smekk.

 

Aðferð:

Bankabyggið  er soðið u.þ.b. 40 mín. 1 hluti bygg á móti 3 af vatni. Sveppirnir eru steiktir.

Síðan er öllu hráefni blandað saman og hakkað, sett í brauðform og bakað við 170°c í 40 mín. Gott er að hafa lok á forminu þar til 10 -15 mín eru eftir af bakstrinum. Látið standa í forminu í nokkrar mínútur áður en hvolft á fat og borið fram.

 

Hugmyndir að meðlæti:

Ferskt salat, tómat salsa, kartöflubátar bakaðir með olíu og rósmarin,

eða sæt kartöflumús, sveppasóa og annað jólalegt meðlæti

- Back to products