Byggottó með súrkáli og reyk
3 msk Repjuolía frá Móður Jörð
2 dl Perlubygg frá Móður Jörð
1/2 dl hvítvín (eða safi úr sítrónu)
500ml grænmetissoð (1/2 msk af góðum krafti og vatn)
1 hvítlauksrif, saxað
1/2 laukur, saxaður
2 litlar litríkar íslenskar gulrætur, skornar í sneiðar
1 dl af súrkáli eða sýrðu grænkáli m/kúmen frá Móður Jörð
1 grein ferskt rósmarín, saxað
50 g reyktur ostur, skorinn í bita
Parmesan ostur, rifinn
Salt og pipar
Hitið olíuna í potti og steikið í lauk og hvítlauk, gulræturnar og og rósmarín í nokkrar mínútur. Bætið bygginu útí og látið brúnast í 1-2 mín, hellið því næst hvítvíni útí og látið byggið sjúga það í sig. Hellið því næst soðinu saman við, bætið út í reykta ostinum, blandið vel og látið nú malla við miðlungshita í 15-20 mínútur. Hrærið í jafnt og þétt. Þegar byggið virðist soðið slökkvið þá undir, bætið og rifnum parmesan útí og hrærið, setjið lokið á og látið standa í 2-3 mínútur. Smakkið til með nýmöluðum svörtum pipar og bætið við parmesan eftir smekk. Hrærið súrkálinu saman við áður en borið er fram.
Þetta byggottó er flott hráefni í forrétt t.d. hvítum fisksteikum eða hörpuskel.
- Back to products