Bankabygg í "stir fry"

150 g gulrætur skornar í strimla
100 g blaðlaukur eða púrra, skorinn í strimla
100g Tatsoi (fjallaspínat) eða annað grænt ætlað til steikingar
1-2 cm engiferrót, söxuð
2-3 hvítlauksrif, söxuð
1 tsk austurlensk fiskisósa (má sleppa)
2 dl vatn
½ teningur grænmetiskraftur (eða 1 tsk)
1-2 msk sesamolía
3 dl Bankabygg sem lagt hefur verið í bleyti eða forsoðið skv leiðbeiningum á pakka.

Austurlenska leiðin er ávallt spennandi meðlæti og þessi réttur með Bankabyggi er í raun heil máltíð fyrir 2. Hér er tilvalið að bæta við matarafgöngum s.s. kjúklinga- eða öðrum kjötbitum og notast má við nær hvaða grænmeti sem er. Ef byggið hefur legið í bleyti þarf það einungis ca 5-10 mínútna suðu á pönnunni, en ef það er þegar soðið er því einfaldlega blandað saman við í lokin.
Steikið grænmetið í olíu á stórri pönnu eða wok í ca 5 mínútur, steikið gulræturnar fyrst og síðan laukinn. Bætið við engifer og hvítlauk og steikið í aðrar 2 mínútur. Bætið spínatinu við og steikið í ca 1 mínútu og hrærið vel. Bætið því næst fiskisósunni við og bygginu og veltið öllu saman. Bætið við 2 dl af vatni og ½ tening af krafti og látið sjóða saman. Bætið sesamolíu saman við eftir smekk og berið fram. Malið svartan pipar yfir í lokin.

- Back to products