Í Vallanesi er boðið uppá gistingu frá apríl - október. Gestir geta notið aðstöðunnar í hjarta býlisins og veitinga sem byggjast á ferskum afurðum úr ræktun staðarins. Tekið er á móti hópum. Móðir Jörð er þátttakandi í ferðaklasanum sem kenndur er við Hengifoss - www.hengifoss.is, einnig ferðaþjónustunni á Austurlandi, sjá www.austurland.is og www.east.is. Býlið er vel staðsett og stutt í náttúrukennileiti svæðisins og aðra þjónustu á héraði en Vallanes er staðsett mitt á milli Egilsstaða og Hallormsstaðar.

RÆKTUN INNAN UM SKJÓLBELTI

Vallanes er prýtt skógi og ökrum innan um skjólbelti.  Jörðin nær frá bökkum Lagarfljóts niður að Grímsá og gefur ýmsa útivistarmöguleika.  Á göngustígnum Orminum má njóta skógarins með aðstöðu sem komið hefur verið upp s.s. eldstæðis, bekkir og margt forvitnilegt að skoða í skóginum.

Landið býður uppá ýmsa möguleika í matarupplifun og þjónustu yfir sumarmánuðina. Verslun og grænmetisveitingastaður er starfræktur í húsi sem byggt var úr timbri af staðnum. Lögð er áhersla á ferskt hráefni beint af akrinum, heilkorn og annað hráefni úr jurtaríkinu.  Gistimöguleikar eru í uppábúnum rúmum í íbúð eða bústað í hjarta staðarins.

Við tökum á móti hópum, stórum og smáum og bjóðum ýmsar útgáfur af heimsóknum.  Allt frá stuttum (1 klst) heimsóknum uppí skoðunarferðir fyrir stærri hópa.  Smökkun á vörum Móður Jarðar er ávallt innifalin í dagskránni.  Vinsamlegast hafið samband við Vallanes til nánari upplýsinga hér á síðunni.

ÚTIVIST

Vallanes stendur við bakka Grímsár og Lagarfljóts og er jörðin prýdd gróðri og skjólbeltum.  Möguleikar eru á fiskveiði sem og skotveiði á haustin sér í lagi.  Áhugasamir geta haft samband við Vallanes í síma 471 1747

IS