Vallanes

Vallanes er staðsett á Fljótsdalshéraði í Vallahreppi hinum forna. Það er í u.þ.b. 15 km. fjarlægð frá Egilsstöðum. Miðja vegu milli Hallormsstaðar og Egilsstaða.

Vallanes á sér langa sögu en heimildir um búsetu þar ná aftur til 12 aldar.  Staðurinn er kirkjustaður og sátu þar skáldprestar sem jafnframt voru bændur allt til 1979.  

Líklega er Vallanes fyrsti staður á Austurlandi hvar garðyrkja hófst en seint á 18. öld eru 20 matjurtagarðar á Íslandi og einn þeirra sagður í Vallanesi.  Talið er að kartöflurækt á Austurlandi hafi auk þess hafist einmitt í Vallanesi.  

Árið 1979 urðu kaflaskil í Vallanesi er prestur flutti burt en að Vallanesi fluttist ungur bóndi, Eymundur Magnússon, með fjölskyldu sína og hóf búskap.  Kom hann að tómum kofanum þar sem ekki hafði verið bóndi í Vallanesi 20 ár þar á undan og byrjaði á nýrækt og uppbyggingu húsakosts.  Prestur á Egilsstöðum þjónar nú í Vallaneskirkju eftir óskum.  

- Go back