Ræktunaraðferðir
Í lífrænni ræktun er stuðlað að langtímafrjósemi jarðvegs, t.d. með skiptiræktun. Ekki eru notuð kemísk áburðar- og eiturefni sem valdið geta mengun. Eitt grundvallaratriði í lífrænni ræktun er að loka hringrás efnanna og skila verðmætum næringarefnum sem til verða við framleiðsluna, aftur út í jarðveginn, m.a. með safnhaugagerð. Við notumst við áburðarefni úr nærumhverfi okkar, s.s. sauðatað, fiskúrgang, afganga úr framleiðslunni okkar s.s. bygghýði og ræktum belgjurtir (t.d. lúpínu) sem áburð.
- Go backAkuryrkjan
Akuryrkja í Vallanesi fer fram í stórum stíl með vinnuvélum. Korni s.s. byggi og heilhveiti er sáð er að að vori (í aprí – maí) og uppskorið að hausti (ágúst – október). Notkun varnarefna s.s. skordýraeiturs er ekki nauðsynleg við íslenskar aðstæður.
Grænmeti
Móðir Jörð ræktar allt sitt grænmeti í Vallanesi, á Fljótsdalshéraði sem er utan jarðhitasvæða. Akrar eru undirbúnir að vori með því að borið er á lífrænn áburður úr safnhaug. Öll ræktun fer fram utandyra en forræktun fer fram í óupphituðum gróðurhúsum á tímabilinu febrúar – júní. Öll vinna við sáningu, útplöntun og uppskeru fer fram í höndunum, þ.e. engin orka önnur en mannleg orka fer í sáningu, prikklun og útplöntun, viðhald ræktunarinnar og uppskeru. Ræktunin er mjög fjölbreytt og eru í kringum 100 tegundir og afbrigði ræktaðar og nýttar til endursölu og/eða framleiðslu.