Móðir Jörð í Vallanesi leitar að starfsfólki fyrir komandi ræktunartímabil.  Störfin eru fjölbreytt og spanna allt ferlið, frá lífrænni ræktun til ferðaþjónustu sem á henni byggir.  Um er að ræða fjölbreytt störf í skemmtilegu alþjóðlegu starfsumhverfi þar sem ræktun, fullvinnsla og ferðaþjónusta tvinnast saman á ræktunarstað okkar í Vallanesi á Fljótsdalshéraði.   Móðir Jörð er sérhæft fyrirtæki í lífrænni ræktun og matvælaframleiðslu sem þjónar veitingahúsum og verslunum um land allt.  Möguleiki er á húsnæði á staðnum.  Umsóknir skal senda á info@vallanes.is.

Starfsfólk í vinnslu og pökkun

Við leitum að starfsfólki í pökkun, almenna matvælaframleiðslu og þrif.  Við leitum að ábyrgu og vandvirku fólki með metnað fyrir gæðum og góðri vöru sem á auðvelt með að vinna með öðrum.  Við leitum að starfsmanni í framtíðarstarf en hlutastörf koma einnig til greina.  Við leitum m.a. að starfsmanni sem getur getur hafið störf sem fyrst. Ensku kunnátta er æskileg.

Starfsmaður í jarðrækt

Við leitum að starfsmanni í árstíðabundið verkefni  sem tengist lífrænni akuryrkju, korn- og grænmetisræktun.  Viðkomandi þarf að hafa réttindi á vinnuvélar og helst reynslu af notkun landbúnaðarvéla.  Tímabil er apríl – október.  Starfið gæti einnig hentað fyrir nema í verk- eða starfsnámi.

Störf við matseld og þjónustu á veitingastað

Við leitum að starfsfólki til að annast matseld fyrir kaffihús og veitingastaðinn Asparhúsið í Vallanesi í sumar.  Í Asparhúsinu í Vallanesi er rekinn grænmetisveitingastaður frá apríl – október sem notar afurðir af staðnum og fjöldi ferðamanna heimsækir á hverju ári. Menntun og/eða reynsla á sviði matreiðslu er kostur. Áhugi á heilsu og góðum mat er skilyrði, sem og þjónustulund og góð enskukunnátta.

Við leitum einnig að starfsfólki til að veita þjónustu í sal og í verslun okkar í Asparhúsinu. Hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði og einhver starfsreynsla af sambærilegum störfum er æskileg.  Gerð er krafa um góða enskukunnáttu.

Grænmetisræktun

Við leitum að starfsmanni í ræktun og umsýslu með fjölbreytt úrval af grænmeti og jurta sem ræktað er í lífrænni ræktun okkar í gróðurhúsum og útiræktun.  Viðkomandi þarf að hafa græna fingur og ástríðu fyrir viðfangsefninu og hafa hæfileika til að vinna með fólki. Starfið er fjölbreytt og felur í sér samskipti við viðskiptavini og verkefni tengd vörustýringu, sölumálum og fleiri tilfallandi verkefni. Um er að ræða tímabundið starf frá maí til október.