Skógargleði

Hin árlega Skógargleði verður haldin í Vallanesi sunnudaginn 9. ágúst.  Þrátt fyrir hertar sóttvarnaraðgerðir höldum við okkar striki enda virðum við þau fjöldatakmörk sem sett hafa verið þar sem dagskráin er mjög dreifð eins og sjá má.  Á göngustígnum Orminum, í Vallaneskirkju sem og inni í og utan við Asparhúsið verða viðburðir, markaður og hressing.  Við biðjum gesti að hjálpa okkur við að viðhalda 2ja metra reglunni og fylgja öðrum leiðbeiningum yfirvalda hvað varðar sóttvarnir og virða þær ráðstafanir sem við gerum á staðnum.  Verið velkomin, dagskrána er sjá hér að neðan, hlökkum til að sjá ykkur frá kl 13 – 17.00 á sunnudaginn. 

- Go back