SKILMÁLAR

Vinnsla persónuupplýsinga

Tegundir persónuupplýsinga, tilgangur vinnslunnar og heimildir fyrir henni.

Til þess að Móðir Jörð ehf geti afgreitt þig í vefversluninni og veitt þér þá þjónustu sem boðið er upp á þarf fyrirtækið að vinna með margs konar persónuupplýsingar, í ýmiss konar tilgangi og á grundvelli ólíkra heimilda. Þetta eru þær persónuupplýsingar sem við öflun beint frá þér en við öflum engra upplýsinga um þig annars staðar frá:

Tengiliðaupplýsingar: þ.e. nafn, heimilisfang og netfang: Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar svo hægt sé að tryggja að við sendum þær vörur sem eru keyptar á réttan stað, til að gefa okkur kost á að eiga í samskiptum um vörukaupin og til að tryggja að réttur viðskiptavinur sé skráður sem kaupandi, svo sem vegna reikningagerðar og ef kemur til vöruskila. Þá vinnum við einnig með þær vegna beinnar markaðssetningar ef þú hefur skráð þig á póstlista okkar til að fá tilboð frá okkur.

Greiðsluupplýsingar: Við vistum engar kortaupplýsingar á vefþjónum okkar eða vefsvæðum. Í lok pöntunar ertu áframsend/ur á greiðslusíðu kortagáttar sem sendir okkur tilbaka staðfestingu á að skuldfærsla á greiðslukortið hafi tekist og þær upplýsingar vinnum við með í bókhaldslegum tilgangi. Því er okkur nauðsynlegt að vinna með þessar upplýsingar vegna samnings þíns við okkur um vörukaupin og vegna lagaskyldu okkar, svo sem samkvæmt lögum um bókhald.

Upplýsingar um vörukaup þín hjá okkur, þ.e. hvaða vörur þú keyptir, hvenær og fyrir hvaða upphæð: Við vinnum með þessar upplýsingar, eins og með tengiliðaupplýsingarnar, sbr. hér að framan, í þeim tilgangi að geta selt og sent þér viðkomandi vörur og til að geta staðið við lagaskyldur okkar.

Auk þess að vinna með persónuupplýsingar notum við margs konar ópersónugreinanlegar upplýsingar til að starfrækja vefverslunina, t.d. tölfræðilegar upplýsingar um hvenær viðskiptavinir okkar versla hvaða vörur o.s.frv. Engar slíkar upplýsingar er hægt að rekja til tiltekins viðskiptavinar heldur er einungis um að ræða ópersónugreinanlegar upplýsingar um hópa viðskiptavina.

Miðlun persónuupplýsinga

Þeim persónuupplýsingum um þig sem við vinnum með vegna vefverslunarinnar miðlum við ekki til þriðja aðila, svo sem til utanaðkomandi vinnsluaðila til dæmis til geymslu eða bókhaldsþjónustu, nema í eftirtöldum tilvikum:

Netföngum um þá sem óska eftir að fá tilboð í tölvupósti er miðlað til fjöldapóstsendingarþjónustu sem starfar innan EES.

Bókhaldsgögn eru afhent endurskoðendum okkar eftir því sem þeir kunna að óska eftir lögum samkvæmt.

Við áskiljum okkur rétt til að hlíta fyrirmælum þar til bærra íslenskra dómstóla og eftirlitsstofnana um afhendingu gagna, þar á meðal þeirra sem kunna að innihalda persónuupplýsingar.

Geymslutími

Geymslutími þeirra persónuupplýsinga sem við vinnum með ræðst af þeim tilgangi sem þeirra er aflað í og þeirri heimild sem vinnslan byggist á. Þannig geymum við tengiliðaupplýsingar þínar ásamt upplýsingum um skráningu á póstlista á meðan þú ert skráður notandi vefverslunarinnar. Rétt er að ítreka að notendur geta afskráð sig hvenær sem er og lokað aðgangi sínum fyrirvaralaust.

Við vinnum með upplýsingar um vörukaup þín ásamt greiðsluupplýsingum, þ.e. skuldfærslustaðfestingar frá færsluhirði, í þann tíma sem okkur er skylt vegna ákvæða í lögum um bókhald í lögum, þ.e. nú í minnst 7 ár en ekki lengur en í 10 ár.

Réttindi þín

Þar sem við vinnum, eins og kemur fram hér að framan, með persónuupplýsingar um þig þá hefur þú réttindi sem mikilvægt er að þú vitir af:

Þú átt rétt á að óska eftir aðgangi að og afriti af persónuupplýsingum þínum hjá okkur, láta okkur leiðrétta þær ef þær eru rangar eða villandi eða láta okkur eyða þeim ef við höfum ekki lengur heimild til að vinna með þær. Þessum réttindum er nánar lýst í lögum um persónuvernd, sbr. nú 17. og 20. gr. laga nr. 90/2018, Þá átt þú samkvæmt síðarnefndu lagagreininni rétt á að flytja eigin gögn eða að við takmörkum vinnslu persónuupplýsinga um þig, að uppfylltum nánar tilteknum skilyrðum. Þú átt einnig rétt á að andmæla vinnslunni skv. 21. gr. laganna.

Þú átt rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd vegna vinnslunnar. Skrifstofa hennar er að Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík og netfang hennar er postur@personuvernd.is.

Varnarþing

Rísi réttarágreiningur í tengslum við skilmála þessa skal bera hann undir Héraðsdóm Austurlands.

Ábyrgðaraðili vinnslunnar og samskiptaupplýsingar

Móðir Jörð ehf. er ábyrgðaraðili þessarar vinnslu persónuupplýsinga og erindi sem tengjast vinnslunni er hægt að senda í tölvupósti á netfangið netverslun@modirjord.is.

Þessi útgáfa er frá 12.12.2020

 

Skilmálar vefverslunar Móður Jarðar

Velkomin í vefverslun Móður Jarðar sem er í eigu og rekstri Móður Jarðar ehf, kt. 510510-1000. Hér eftir verður notast við „við“, „okkur“ og „okkar“ þegar átt er við Móðir Jörð ehf.
Vinsamlegast lestu skilmálana vandlega áður en þú verslar í vefverslun okkar. Með því að nota vefverslun Móður Jarðar samþykkir þú þessa skilmála.

1. PERSÓNUUPPLÝSINGAR

Við virðum friðhelgi þína og meðhöndlum persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/200 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þegar verslað er í vefverslun þarf að gefa upp nafn, heimilisfang og netfang. Þessar upplýsingar eru eingöngu nýttar til að ganga frá pöntun, en kaupsaga er vistuð áfram á öruggu svæði sem er læst. Athugið að kortanúmer eru aldrei geymd á vefsvæðum okkar og einungis er hægt að sjá tegund greiðslu, ef fletta þarf upp pöntun. Við deilum aldrei persónuupplýsingum með þriðja aðila.

2. VÖRUÁBYRGÐ

Móðir Jörð ber ábyrgð á að pakkinn berist þér í heilu lagi. Vöruumbúðir okkar eru sumar viðkvæmar (brothættar) og munum við merkja pakkann með viðeigandi hætti til að flutningsaðili geti meðhöndlað hann af gætni. Athugið að pakkar okkar mega ekki frjósa og við gætum þess að velja afhendingarmáta til að fyrirbyggja það í flutningi, nema að um kæli- eða frystivöru sé að ræða og varan flutt sem slík. Vörugalla skal tilkynna til Móður Jarðar innan 3ja daga frá móttöku pakkans í tölvupósti til netverslun@modirjord.is.

3. NÁKVÆMNI UPPLÝSINGA

Við kappkostum að hafa réttar lýsingar og vörumyndir í vefverslun okkar. Upp geta komið tilvik þar sem um minniháttar litamun eða umbúðamun getur verið að ræða. Að öðru leyti eru upplýsingar birtar með fyrirvara um innsláttarvillur eða minniháttar uppfærslutafir.

4. VERÐ

Uppgefið verð í vefverslun okkar er í íslenskum krónum. Athugið að verðbreytingar eru ekki auglýstar fyrirfram. Virðisaukaskattur er innifalinn í verði. Afhendingarleið er valin í lok pöntunar sem getur leitt til aukins sendingarkostnaðs.

5. FERILL PANTANA

Þegar þú hefur lokið við að panta í vefverslun færðu tölvupóst með pöntunarnúmeri og kvittun fyrir vörukaupum. Kvittun jafngildir ekki afgreiðslu, við áskiljum okkur rétt til að bakfæra pöntun ef grunur um einhvers konar misferli vaknar. Þegar vara er farin í póst berst þér staðfesting þess eðlis. Ekki er boðið upp á rekjanlegar sendingar. Pantanir eru afgreiddar alla virka daga en póstsending getur tekið 1-4 daga.

6. GREIÐSLULEIÐIR

Eftirfarandi kort er hægt að nota í vefverslun Móður Jarðar:

Visa
Mastercard
Amex
Diners
Maestro

7. GREIÐSLUVANDAMÁL

Ef vandamál vegna greiðslu koma upp eftirá vegna greiðslu (t.d. vákort) áskiljum við okkur rétt til að hafna greiðslunni og hætta við pöntunina.

8. ÖRYGGI VEFSVÆÐIS

Við setjum öryggi viðskiptavina okkar á oddinn. Við notum bestu tækni sem völ er á til að tryggja að allar greiðslur séu öruggar. Undir lok pöntunarinnar flytur síðan þig yfir á https-svæði þar sem þú setur inn kortaupplýsingar.
Hins vegar geta gamlir vafrar verið öryggisógn og því mælum við alltaf með að notendur séu með nýjustu útgáfu af þeim vafra sem þeir kjósa að nota.
Við vistum engar kortaupplýsingar á vefþjónum okkar eða vefsvæðum.

9. SENDINGAR

Við gerum okkar besta til að tryggja þér bestu og skjótvirkustu sendingarleiðir sem völ er á, en sendingartíminn veltur þó alltaf á staðsetningu viðtakanda. Sendingar utan Íslands hafa lengri afhendingartíma og háð viðbótarkostnaði s.s. tollskýrslugerð, sem ávallt verða borin undir kaupanda til samþykktar.

10. BREYTINGAR Á PÖNTUN

Pantanir eru afgreiddar á virkum dögum kl. 8-16. Við mælum með því að þú yfirfarir pöntunina vel áður en þú lýkur við hana. Ef þú þarft að breyta pöntun eftirá getur hlotist af því viðbótarkostnaður. Vinsamlegast vísið í pöntunarnúmer ef breyta þarf pöntun og sendið allar fyrirspurnir á netverslun@modirjord.is

12. HÖFUNDARÉTTUR

Allt efni í vefverslun, þ.m.t. vörumerki, myndir, texti, ljósmyndir, grafík, hljóð og mynd, er í eigu Móðir Jörð ehf. og er höfundarvarið.
Ekki er heimilt að nota, afrita eða selja efni af síðunni án skriflegs samþykkis okkar.

13. ÁBYRGÐ OG SKULDBINDING

Vefverslun þessi er opin öllum en við erum ekki ábyrg fyrir rangri notkun síðunnar né erum við skuldbundin til að eiga alltaf allar vörutegundir til á lager. Vörugalla skal tilkynna til Móður Jarðar innan 3ja daga frá móttöku pakkans í tölvupósti til netverslun@modirjord.is. Í þeim tilfellum þar sem um galla eða skemmd er að ræða endurgreiðum við vöruna eða bjóðum skipti innan 7 daga. ATH við greiðum ekki sendingarkostnað ef vörur eru sendar til baka.

IS