WWOOF

Vallanes á Fljótsdalshéraði hefur um árabil verið þátttakandi í alþjóðasamtökunum WWOOF (World Wide Opportunities On Organic Farms) sem eru alþjóðleg, viðurkennd sjálfboðaliðasamtök sem gefa fólki tækifæri til að fræðast um og taka þátt í lífrænum búskap.  WWOOF starfar í 100 löndum og var stofnað árið 1971 til að styðja við og kynna fólki  lífrænan landbúnað.  Sjálfboðaliðarnir dvelja í skamman tíma á búunum, kynnast ræktunarstörfum, fólkinu sem þar býr og að lifa umhverfisvænum lífstíl. Lögð er áhersla á fræðslu um umhverfismál og sjálfbærni.

Vallanes er einnig í samstarfi við Landbúnaðarháskóla í Evrópu um starfsnám og dvelja nemendur þá í 1-3 mánuði í senn. Vallanes er auk þess verknámsbýli skv samkomulagi við Landbúnaðarháskóla Íslands.

WWOOF er afbragðs ferðamáti sem nýtur sívaxandi vinsælda.  Viljir þú kynna þér WWOOF og þau lífrænu bú og gestgjafa víðs vegar um heiminn getur þú skoðað þá hér:

http://wwoofinternational.org/

 

- Go back