- Sjóðið 4 dl bygg skv leiðbeiningum
- 50 g smjör
- ½ rauðlaukur, skorinn í strimla
- 2 hvítlauksrif söxuð smátt
- 1 cm engifer, saxað smátt
- 1 msk turmerik
- Börkur og safi af ½ sítrónu
Steikið lauk í smjörinu, og bætið hvítlauknum og engifer saman við og smá salti. Bætið turmerik saman við og sítrónuberkinum og blandið vel. Bætið bygginu saman við, hrærið og kreistið sítrónusafann yfir í lokin.