Perlubygg með arfasósu
Þessi réttur nýtur ávallt mikilla vinsælda á hlaðborði Móður Jarðar í Asparhúsinu í Vallanesi, enda ber rétturinn með sér ferskleika sumarsins. Í loka þættinum “Veislan” á Rúv komu þeir Gunnar Karl Gíslason, matreiðslumeistari, og Dóri DNA í skemmtilega heimsókn í Vallanes til að skoða staðinn og njóta veitinga. Þeir áttu gott spjall við Eymund og Eygló bændur í Vallanesi um kornrækt og íslenska matargerðarlist og var boðið upp á ferskan og léttan rétt sem m.a. innihélt Perlubygg með arfasósu.