Perlubygg með arfasósu

keyboard_arrow_leftUppskriftir

Perlubygg með arfasósu

Skamtar: Tími Hæfni

Þessi réttur nýtur ávallt mikilla vinsælda á hlaðborði Móður Jarðar í Asparhúsinu í Vallanesi, enda ber rétturinn með sér ferskleika sumarsins.  Í loka þættinum “Veislan” á Rúv  komu þeir Gunnar Karl Gíslason, matreiðslumeistari, og Dóri DNA í skemmtilega heimsókn í Vallanes til að skoða staðinn og njóta veitinga.  Þeir áttu gott spjall við Eymund og Eygló bændur í Vallanesi um kornrækt og íslenska matargerðarlist og var boðið upp á ferskan og léttan rétt sem m.a. innihélt Perlubygg með arfasósu.

Perlubygg frá Móður Jörð  – 4 dlFerskur og skolaður haugarfi 300 gEplasafi 2 dlRepjuolía frá Móður Jörð,   1 dlFlögusalt frá Saltverk og nýmalaður pipar
Sjóðið Perlubygg Móður Jarðar skv leiðbeiningum á pakka.  Sigtið vatnið af og setjið til hliðar.Setjið arfann og önnur innihaldsefni í matvinnsluvél, blandið vel.  Blandið saman við soðið byggið.  Smakkið til með salti og pipar.  Stækkið uppskriftina af sósunni ef þið viljið hafa mikinn safa í réttinum.   Sósuna má einnig geyma í ísskáp til síðari nota.
Add this recipies ingredients to your basket. Add All Ingredientsshopping_basket
Free shipping over £50.
Money back guarantee
IS