Kartöflusúpa Þórunnar

keyboard_arrow_leftUppskriftir

Kartöflusúpa Þórunnar

Skamtar: Tími Hæfni
  • ½ kg soðnar kartöflur og soðið af þeim
  • 1 laukur
  • 5 hvítlauksrif
  • 1 msk olía
  • 1 msk timjan/blóðberg (myljið jurtinar í lófanum eða steitið til að fá sem ríkast bragð)
  • 1 tsk cummin
  • 1 tsk karrý
  • 1 tsk dijonsinnep
  • 1 tsk hunang
salt og pipar eftir smekk mjólk eða kókosmjólk eftir þörfum smjörklípa
Kartöflurnar eru soðnar og síðan maukaðar með ca. 2 dl af soðinu, (gott að gera það í matvinnsluvél eða með maukara). Laukur og hvítlaukur er saxaður fínt og mýktur í heitri olíu. Þessu er svo bætt í matvinnsluvélina ásamt mjólk eða soði þar til súpan er orðin hæfilega þunn (svona álíka þunn og súrmjólk). Súpan sett í pottinn og öllu kryddi og jurtum blandað saman við sem og smjörklípu fyrir þá sem það vilja. Súpan er síðan hituð upp og borin á borð. Gott er að strá yfir súpuna fersku eða þurrkuðu dilli eða hella yfir hana örlítilli hvílauksolíu, grænni ólífuolíu eða graskerskjarnaolíu.
Add this recipies ingredients to your basket. Add All Ingredientsshopping_basket
Free shipping over £50.
Money back guarantee
IS