Heilræði Kára um kartöflumús

keyboard_arrow_leftUppskriftir

Heilræði Kára um kartöflumús

Skamtar: Tími Hæfni
Á Jarðeplahátíðinni í Vallanesi í fyrra fór Kári Þorsteinsson, matreiðslumeistari á Nielsen á Egilsstöðum, höndum um hin 8 ólíku afbrigði af kartöflum sem við ræktum um þessar mundir. Meðal rétta Kára var kartöflumús úr gulum möndlukartöflum sem bornar voru fram með sýrðu hnúðkáli. Ýmsar leiðir eru til að færa þennan einfalda rétt upp á annað plan ef fylgt er ráðum Kára en hann er einkar hrifinn af möndlukartöflum í kartöflumús: „Mér finnst rosalega gott að setja hreint skyr og brúnað smjör útí kartöflumúsina mína en flestir vita að smjör gengur mjög vel með kartöflum en kannski færri hafa áttað sig á því að skyr er líka mjög gott með kartöflum og þá sérstaklega “gamaldags” skyr líkt og framleitt er á Egilsstaðabúinu. Til þess að hafa áhrif og auka fjölbreytileika kartafla er sniðugt að sjóða þær í krydduðu vatni, það má krydda með hverju sem er. Mér finnst til dæmis æðislegt að bæta hvannarstilkum útí vatnið síðustu 8-10 mín eða bæta hreinlega söxuðum hvannar laufum í bráðnu smjöri yfir soðnar kartöflur. Það má líka sjóða kartöflur í öðru en vatni td í mysu eða smakka vatnið til með ediki, víni (jafnvel sætu víni) eða bjór. Munið að það þarf að vera svoldið mikið bragð af vatninu. Þar að auki þríf ég alltaf kartöflurnar fyrir eldun og borða þær með hýðinu ?
Möndlukartöflur Móður Jarðar eru fáanlegar í takmörkuðu magni í vefverslun okkar, einnig í verslun Frú Laugu. Við mælum með því að nota fíngerðar jurtir eða blóm til að skreyta réttinn fyrir veisluborðið. Gleðilega hátíð !
Add this recipies ingredients to your basket. Add All Ingredientsshopping_basket
Free shipping over £50.
Money back guarantee
IS