Frískandi byggréttur

keyboard_arrow_leftUppskriftir

Frískandi byggréttur

Uppskrift frá Gunnari Karli Gíslasyni

 • 200 g Bankabygg
 • 250 g blandað nýtt grænmeti
 • ½  ltr. grænmetiskraftur
 • ½ stk. laukur
 • 1 stk. hvítlauksgeiri
 • 1 búnt ferskt kóríander
 • blandaðar kryddjurtir
 • ½  glas þurrt hvítvín
 • 2 msk jómfrúarólífuolía
 • 20 g smjör
 • salt og hvítur pipar
Leggið bankabyggið í bleyti í 6-8 tíma. Skolið grænmetið og skerið í bita. Saxið lauk smátt, hvítlauk og kóríanderlauf. Hitið olíuna og mýkið laukinn og kóríander í henni. Síið vatnið vel frá bankabygginu og bætið út á pönnuna og ristið ásamt grænmetinu í 3-4 mín. Hellið víni saman við og látið gufa upp. Smakkið til með saltinu. Hellið tveimur ausum af sjóðheitum kraftinum út á pönnuna og látið gufa upp á milli þess sem vökva er bætt í. Þegar byggið hefur kraumað í 10 mín. bætið kryddjurtum saman við og sjóðið áfram í um 5 mínútur. Þegar byggið er soðið, bætið þá smjörklípu út á pönnu og blandið vel saman. Kryddið með ferskum pipar rétt áður en rétturinn er borinn fram og skreytið með ferskum birkilaufum. Látið meðlæti ofan á byggið, má nota það sem er við hendina hverju sinni.
Free shipping over £50.
Money back guarantee
IS