Majones

Við notum repjuolíu í alla matseld, majones úr repjuolíunni er skemmtilega litsterkt og gott t.d. með ofnbökuðu grænmeti.

  • 2 eggjarauður
  • 1 egg
  • 1 msk dijon sinnep
  • Safi úr hálfri sítrónu
  • 200 ml repjuolía
Setjið allt í matvinnsluvél nema olíuna.  Setjið vélina af stað og hellið olíunni saman rólega í bunu þar til majonesið þykknar.  Til að gera „aioli“ er einu söxuðu hvítlauksrifi bætt út í í byrjun.   Smakkið til með salti og pipar.
Free shipping over £50.
Money back guarantee
IS