Asparhúsið í Vallanesi var reist 2016 úr timbri sem aflað var úr skógrækt staðarins. Húsið er byggt úr ösp sem og öll húsgögn.
Asparhúsið var reist í þeim tilgangi að skapa býlinu miðju með samkomustað til að njóta afurðanna sem ræktaðar eru eða framleiddar í Vallanesi. Húsið er helsta afurð skógræktarinnar á staðnum en það er að uppistöðu úr íslenskri ösp sem plantað var í Vallanesi árið 1986. Húsið er teiknað af Albínu Thordarson arkitekt, en húsgögn og innréttingar eru einnig úr ösp og sáu handverksmenn á Seyðisfirði um smíðina, en RoShamBo, hópur listakvenna á Seyðisfirði sá um innanhúshönnun. Pallar í kringum húsið eru úr lerki.
Asparhúsið hefur sannað gildi sitt sem hlýlegur samverustaður það sem boðið er uppá grænmetisfæði en þar er rekið kaffihús og verslun á sumrin. Á ræktunartímabilinu geta gestir nálgast ferskt grænmeti eftir því hvað er uppskorið á hverjum tíma.