Við kynnum tvær nýjar húðolíur sem bætast nú við vörulínu okkar. Koss á kinn er ný andlitsolía sem inniheldur 100% íslensk hráefni. Koss á kinn er sérlega nærandi og hreinsandi andlitsolía og inniheldur repjuolíu frá Vallanesi. Einnig kjarnaolíu úr íslenskri stafafuru sem er bakteríudrepandi og sveppaeyðandi. ´
Ástarilmur er einnig gerð úr repjuolíu frá Vallanesi, að viðbættum kjarnaolíum úr ilmandi jurtum s.s. stafafuru og jasmín. Ástarilmur er notaleg og slakandi olía á allan líkamann. Olíurnar fást í netverslun okkar í 100ml flöskum. Vottað lífrænt.