Nú eru nuddolíur Móður Jarðar komnar í nýjar umbúðir.  Lífolía, Birkiolía og Blágresisolía eru nuddolíur sem margir hafa notað með góðum árangri við bólgum, þurri húð og viðkvæmri húð.  Nú eru þessar olíur komnar í ný föt, en innhalda eftir sem áður sömu einstöku blöndurnar af íslenskum jurtum og lífrænni olíu sem gefa mikla virkni, eru mýkjandi og græðandi í senn.  Villtar íslenskar jurtir s.s. birki og blágresi eru mikilvæg hráefni í þessar olíur, þær eru upprunnar og unnar í Vallanesi.  Nýjar olíur bætast við línuna við þetta tilefni og allar eru þær fáanlegar í vefverslun okkar.