Repjuolía

Móðir Jörð hefur hafið framleiðslu á Repjuolíu úr repju sem ræktuð er í Vallanesi.
Repjuolían frá Móður Jörð er kaldpressuð jómfrúarolía og tilvalin í alla matargerð.
Hún þolir vel hita en er sérlega bragðgóð í alla matargerð og mjög rík af E-vítamíni.
Fyrst um sinn verður hún eingöngu seld í 500 ml flöskum í mötuneyti og veitingahús en vænta má þess að hún komi í neytendavænum flöskum í verslanir með haustinu 2013.

Næringargildi í 100 ml er u.þ.b.: Orka 3330 kJ 810 kcal Fita 90 g þar af – mettaðar fitusýrur 6 g – einómettaðar fitusýrur 54 g – fjölómettaðar fitusýrur 26 g – ómega – 6 16 g – ómega – 3 9 g Kólesteról 0 g Kolvetni 0 g Trefjar 0 g Prótein 0 g Salt 0 g E-vítamín 18 mg 150% af RDS.

- Go back