Bankabygg

Bankabygg Móður jarðar er trefjaríkt íslenskt heilsukorn sem er tilvalið að nota í pott- og pönnurétti , grauta, salöt og súpur. Vinsælt er að nota Bankabygg í kjötsúpuna og sem meðlæti með kjöt,- fisk,-  og grænmetisréttum í stað hrísgrjóna. Soðið Bankabygg er einnig gott að nota sem heilkorn í brauðbakstur. Bankabygg þarf að sjóða í u.þ.b.  40 mín. í hlutfallinu-1dl bygg á móti 3 dl af vatni. Spara má tíma með því  að sjóða byggið  í 15 mínútur, slökkva síðan undir og láta það klára sig á hellunni t.d. yfir nótt. Eftir suðu verður 1 dl af Bankabyggi u.þ.b. 2 ½ dl. Gott er að eiga í ísskápnum soðið Bankabygg að grípa til í ýmsa rétti.

Bankabyggið inniheldur hátt hlutfall beta-glúkana (vatnsleysanlegar trefjar)sem lækka kólesteról í blóði og segist Eymundur bóndi vera lifandi sönnun þess því í honum er  kólesteról undir 3,8 sem telst mjög gott.  Byggið inniheldur einnig andoxunarefni og nýjustu rannsóknir sýna að í byggi eru efni sem styrkja ónæmiskerfið. Byggið er einnig gott fyrir viðkvæma maga og fyrir starfsemi ristilsins.  Má þar nefna þann eiginleika að byggið er gel-myndandi þannig að það fóðrar og mýkir magann og nærir slímhúð ristilsins öfugt við t.d. hvít hrísgrjón sem eru mjög stemmandi.

Vegna þess hve byggið bindur mikið vatn við suðu flytur það vökva langa leið í meltingarveginum og er þess vegna sérlega gott fyrir meltinguna og ristilinn. Bankabygg inniheldur flókin kolvetni, jafnar því blóðsykur og gefur jafna og góða orku og brennslu, auk þess er það ríkt af E-vítamíni og járni og inniheldur m.a. B1 og B2 vítamín og kalk.

Spírun Bankabyggs
Ávinningur þess að láta korn, fræ og baunir spíra er sá að þau   vakna” úr dvala. Við þessa vakningu lifna ýmis góð og nærandi efni eins og ensím. Spírun brýtur einnig kolvetnið niður í einfalda sykrunga og breytir fitu í fitusýrur. Því meiri ogbetri ensím sem við fáum í kroppinn því auðveldara eigum við með að brjóta niður fæðuna og nýta næringuna úr henni.Aðferð: 
Kornið eða fræið er þvegið og látið liggja í bleyti í u.þ.b. 8-10 klst. Þá er vatn­inu hellt af og kornið skolað. Það er síðan fært í spírunarbakka eða annað ílát t.d krukku, og vatnið látið síga af því í gegnum klæði sem ekki heldur í sér raka en sígur vel í gegnum t.d.   tjull” efni. Skolið kornið kvölds og morgna, til að hvorki mygli né rotni. Spírurnar eru tilbúnar á u.þ.b. fjórum dögum. Spírað kornið geymist best í ís­skáp í loftþéttu íláti. Gott er að skola það með fersku vatni annan hvern dag. Best er að borða spírurnar ferskar t.d. í köldum réttum, salötum eða sem morgunkorn. 

Safi úr bygggrasi
Næsti valkostur er að láta kornið vaxa áfram, rækta bygggras og pressa úr því safa. Til að rækta bygggras þarf fyrst að láta heila byggkornið spíra eins og lýst er hér að ofan. Þegar spírurnar eru orðnar jafnlangar og kornið sjálft eru þær tilbúnar til sán­ingar. Spíruðu bygginu er sáð frekar þétt í moldarbakka og vökvað. Til að örva rótarmyndun er gott að hylja bakkann með götuðu svörtu plasti. Eftir ca þrjá daga er plastið fjar­lægt. Þá er bakkinn færður á sólríkan stað eða undir gróðurljós. Þegar grasið er orðið u.þ.b. 12-15 cm hátt er það tilbúið til notkunar. Grasið er klippt niður ca hálfan cm frá rótinni og sett í grasapressu (t.d handsnúna safa­pressu). Drykkinn er best að drekka strax því næringin byrjar að minnka eftir 15-20 mínútur. Hæfilegur skammtur er u.þ.b. 1/2 dl  1-2 sinnum á dag.

Safi úr bygggrasi er af sérfræðingum talinn ein fullkomnasta fæða sem völ er á. Hann inniheldur m.a. 18 aminósýrur, þ.á.m. þær 8 sem líkaminn getur ekki myndað sjálfur en verður að fá úr fæðunni og fjölda annarra næringarefna semlíkaminn þarf á að halda. Jurtalæknar mæla með notkun drykkjarins, m.a. til að hreinsa blóðið og lifrina, mýkja og draga úr bólgum í maga, meltingarvegi og þvag­rásarkerfi. Þeir telja hann auka varnir líkamans, vinna gegn krabbameini og hægja á öldrun. Drykkurinn er sérstaklega ensímríkur, fullur af súrefni sem fæst úr græna litnum, sem er langbesta andoxunarefnið sem völ er á. Hann er basískurog þ.a.l. afar styrkjandi fyrir ónæmiskerfið, stútfullur af A-vítamíni og próteinrík­ur. Einnig hafa verið gerðar viðamiklar rannsóknir í Japan sem sýna að bygg­gras inniheldur B-12 vítamín. Í bygggrasi er mikið af chlorophyll, járni og C-vítamíni og ellefu sinnum meira kalk en í mjólk. Sjá nánari upplýsingar á Netinu á slóð:www.naturaltechniques.com/index.htm og leitið að  “barley grass”.

 

 

 

- Go back

Byggmjöl

Byggið frá Vallanesi tekur á sig ýmsar myndir, en Byggmjöl Móður jarðar er ferskt  íslenskt mjöl sem gefur  hollustu og  gott bragð í bakstur og aðra matargerð. Það má m.a.nota í allan brauðbakstur, kex og pizzubotna og tilvalið er að nota byggmjöl sem rasp við steikingu t.d. á fiski, silungi, kjöti og grænmetisbuffum. Hæfilegt er í brauðbakstri að nota u.þ.b. 25-30 % byggmjöl á móti öðru mjöli. Gott er að bæta starfsemi ristilsins með því að taka inn 2-3 msk af byggmjöli með morgunmatnum.

- Go back

Byggflögur

Nýleg afurð eru síðan Byggflögur  sem eru góður  valkostur í grauta, bakstur (brauð, lummur, vöfflur, kökur og kex), slátur, músli, orkudrykki (“boost”) og aðra matargerð. Gott er að rista flögurnar á þurri pönnu til að nota í músli og fl. Byggflögurnar eru unnar úr bygginu (kaldvalsaðar) eins og það kemur fyrir og innihalda því trefjaefni úr hýðinu sem eru mikilvæg fyrir heilsuna auk vítamína og steinefna. Þær hafa lágan sykurstuðul og veita orku fyrir daginn úr flóknum kolvetnum.  Trefjaefnin í byggflögunum eru bæði óleysanleg trefjaefni sem eru mikilvæg fyrir meltinguna og vatnsleysanleg. Meðal vatnsleysanlegu trefjaefnanna eru beta-glúkanar en þeir geta lækkað kólesteról í blóði og dregið úr blóðsykursveiflum.  Bygg er ríkt af andoxunarefnum, kalíum og magnesíum og innih. auk þess m.a. járn, B1-vítamín, B6-vítamín, kopar, sink og E-vítamín.

Með byggflögum öðlast gamli góði hafragrauturinn nýtt líf úr íslensku hráefni.

Bygggrautur fyrir tvo:

2 dl byggflögur, 5 dl vatn, 1/2-1 tsk salt.

Soðið í u.þ.b. 7 mínútur. Má bragðbæta eftir smekk m.a. með rúsínum, kanil, fræjum, berjum eða sultu.

Næringargildi í 100 g er u.þ.b:

Orka         1450 kJ / 346 kcal

Prótein 12 g. Kolvetni 64 g. Fita 2 g, þar af mettaðar fitusýrur  0,4 g. Trefjar 10 g, þar af beta-glúkanar 3 g. Natríum 0,02 g. Járn 2 mg. Þíamín (B1-vítamín) 0,3 mg.

- Go back