Trefjar fyrir heilsuna
Trefjaefni gegna mikilvægu hlutverki í mataræði til að viðhalda góðri heilsu. Trefjaefni eru flokkuð í vatnsleysanleg og óleysanleg. Óleysanleg trefjaefni eru nauðsynleg til að viðhalda eðlilegri starfsemi ristilsins. Áhugi á vatnsleysanlegum trefjaefnum hefur aukist mikið þar sem þau eru talin lækka kólesteról í lifur og blóði. Í norrænum næringarráðleggingum er lagt til að fullorðnir neyti 25 til 30 gramma af trefjaefnum á dag.
Niðurstöður neyslukönnunar sýna, að þorri Íslendinga er undir þeim mörkum og helmingur fólks fær innan við 16 grömm af trefjaefnum á dag. Ástæðan er fyrst og fremst lítil neysla á kornmat og grænmeti. Þessir fæðuflokkar ásamt ávöxtum og berjum veita svo að segja öll trefjaefni fæðunnar. Margir aðhyllast þá kenningu að okkur sé hollast að neyta fæðu sem vex á sömu slóðum og við sjálf, þannig sé okkur Íslendingum t.d. hollara að fá C-vítamín úr rófum í stað appelsína (sem líka eru kælandi) og að bygg sé betra fyrir líkama okkar en hrísgrjón sem vaxa á mjög suðlægum slóðum.
- Go back