Kartöfluræktun í Vallanesi

Þetta er Pálshúshóll í Vallanesi, hér voru síðast ræktaðar kartöflur árið 1752. Í lífrænni ræktun er skiptiræktun mikilvæg og almennt miðað við 4 ár á milli þess sem kartöflur eru ræktaðar í sama garði. Í ár eru 268 ár síðan Páll Guðmundsson, aðstoðarprestur í Vallanesi, þá nýkominn frá Danmörku, setti niður kartöflur og kál á þessum hól og gerði þar með Vallanes einn af upphafsstöðum grænmetisræktunar á Íslandi. Við höfum lagt rækt við hefðbundnar íslenskar tegundir s.s. Gullauga og Rauðar íslenskar en bætum nú um betur með sjaldgæfum afbrigðum s.s. Blálandsdrottningu, Kónga bláum og möndlum.

- Go back