Gisting

Mjólkurhúsið er nýuppgerð gestaíbúð fyrir 3-4 einstaklinga. Í íbúðinni eru tvö herbergi, annað er með tvíbreiðu rúmi (140cm), en í hinu herberginu eru kojur fyrir 2 fullorðna. Aðstaða til að hita te og kaffi.

Lísuhús er bústaður í skógi með tvíbreiðu rúmi (140cm) en hægt er að bæta við auka rúmi. Aðstaða til að hita te og kaffi.

Morgunverður Móður Jarðar grundvallast á hráefni sem er ræktað og framleitt á staðnum.

Verð sumar 2020:
12.000 kr á mann með morgunmat. 50% afsláttur fyrir börn 12 ára og yngri.

Hægt er að njóta veitinga í fallegu umhverfi og grundvallast þær alltaf á hráefni sem er ræktað á staðnum. Í Vallanesi er grænmetisfæði í hávegum haft.

VORTILBOÐ MAÍ OG JÚNÍ 2020:
Gisting í 3 nætur með fullu fæði – Verð 39.000 á mann m/vsk:

Boðið er uppá morgunmat, hádegismat og kvöldmat með fjölbreyttu grænmetisfæði. Einnig kaffi og te eftir óskum yfir daginn*. *Allt kaffi og te innifalið, auk síðdegis snakks að hætti hússins. Kvöldmatur er borinn fram í Asparhúsi til kl 19.00, eftir það færður í hús eftir samkomlagi. Áfengir drykkir ekki innifaldir.

Gisting í 3 nætur með hálfu fæði – Verð 31.000 á mann:
Boðið er uppá morgunmat, hádegismat eða létta kvöldmáltíð með fjölbreyttu grænmetisfæði. Kaffi og te eftir óskum*. *Kvöldmatur er borinn fram í Asparhúsi til kl 19.00, eftir það færður í hús eftir óskum. Áfengir drykkir ekki innifaldir.

Hægt er að fá frekari upplýsingar og bóka með því að senda tölvupóst hér í gegnum síðuna.

- Go back