Asparhúsið

Kaffihús og verslun Móður Jarðar er staðsett í húsi sem byggt er úr viði úr skógrækt staðarins og við nefnum Asparhúsið. Þar eru í boði lífrænar heilsuvörur og grænmetisréttir sem framleiddar eru á staðnum úr íslensku hráefni, sem og ferskt grænmeti.   Í Vallanesi er boðið uppá staðbundinn morgunverð úr íslensku byggi og létta grænmetisrétti í hádeginu úr fersku, íslensku og útiræktuðu grænmeti.  Asparhúsið opnar fyrir gestum 4ða maí 2020 og er opið alla virka daga frá kl 9-18 út október. Opið er á laugardögum og sunnudögum frá kl 11 -17.00 júní – ágúst.

- Go back