Heimsækið okkur

Í Vallanesi er boðið uppá ýmsa matarupplifun og þjónustu yfir sumarmánuðina. Verslun og grænmetisveitingastaður er starfræktur í húsi sem byggt var úr timbri af staðnum. Lögð er áhersla á ferskt hráefni beint af akrinum, heilkorn og annað hráefni úr jurtaríkinu.

Gistimöguleikar eru í uppábúnum rúmum í íbúð eða bústað í hjarta staðarins.

VORTILBOÐ MAÍ OG JÚNÍ 2020:
Gisting í 3 nætur með fullu fæði – Verð 39.000 á mann m/vsk:

Boðið er uppá morgunmat, hádegismat og kvöldmat með fjölbreyttu grænmetisfæði. Einnig kaffi og te eftir óskum yfir daginn*. *Allt kaffi og te innifalið, auk síðdegis snakks að hætti hússins. Kvöldmatur er borinn fram í Asparhúsi til kl 19.00, eftir það færður í hús eftir samkomlagi. Áfengir drykkir ekki innifaldir.

Gisting í 3 nætur með hálfu fæði – Verð 31.000 á mann:
Boðið er uppá morgunmat, hádegismat eða létta kvöldmáltíð með fjölbreyttu grænmetisfæði. Kaffi og te eftir óskum*. *Kvöldmatur er borinn fram í Asparhúsi til kl 19.00, eftir það færður í hús eftir óskum. Áfengir drykkir ekki innifaldir.

Hægt er að fá frekari upplýsingar og bóka með því að senda tölvupóst hér í gegnum síðuna.

Boðið er uppá fjölbreytt form heimsókna fyrir hópa og hægt að sníða heimsóknir eftir þörfum og stærð hópsins.

Í Vallanesi er opið svæði með aðstöðu til að njóta skógarins á göngustígnum Ormurinn og er svæðið opið almenningi.

- Go back