Heilhveiti árgangur 2021 er nú á leið í verslanir. Heilhveiti Móður Jarðar óx við ein bestu skilyrði sem skapast hafa á Austurlandi til kornræktar. Sumarið var sólríkt og hlýtt sem skilar sér í góðum kornþroska, bragði og gæðum. Heilhveiti Móður Jarðar er ætlað í hvers kyns bakstur en hentar einnig í matargerð t.d. sem raspur á fisk. Heilhveiti Móður Jarðar fæst í Frú Laugu, Fjarðarkaup, Melabúðinni og í vefverslun Móður Jarðar.
Myndin er af Eymundi Magnússyni bónda í Vallanesi, tekin í ágúst 2021