We offer accomodation from April - October in the heart of the farm, enjoying food from the farm prepared with fresh ingredients in season.

RÆKTUN INNAN UM SKJÓLBELTI

Vallanes er prýtt skógi og ökrum innan um skjólbelti.  Jörðin nær frá bökkum Lagarfljóts niður að Grímsá og gefur ýmsa útivistarmöguleika.  Á göngustígnum Orminum má njóta skógarins með aðstöðu sem komið hefur verið upp s.s. eldstæðis, bekkir og margt forvitnilegt að skoða í skóginum.

Landið býður uppá ýmsa möguleika í matarupplifun og þjónustu yfir sumarmánuðina. Verslun og grænmetisveitingastaður er starfræktur í húsi sem byggt var úr timbri af staðnum. Lögð er áhersla á ferskt hráefni beint af akrinum, heilkorn og annað hráefni úr jurtaríkinu.  Gistimöguleikar eru í uppábúnum rúmum í íbúð eða bústað í hjarta staðarins.

Við tökum á móti hópum, stórum og smáum og bjóðum ýmsar útgáfur af heimsóknum.  Allt frá stuttum (1 klst) heimsóknum uppí skoðunarferðir fyrir stærri hópa.  Smökkun á vörum Móður Jarðar er ávallt innifalin í dagskránni.  Vinsamlegast hafið samband við Vallanes til nánari upplýsinga hér á síðunni.

ÚTIVIST

Vallanes stendur við bakka Grímsár og Lagarfljóts og er jörðin prýdd gróðri og skjólbeltum.  Möguleikar eru á fiskveiði sem og skotveiði á haustin sér í lagi.  Áhugasamir geta haft samband við Vallanes í síma 471 1747

EN