Bopp smásnittur

keyboard_arrow_leftRecipes

Bopp smásnittur

Bopp er frábær grunnur að smásnittum og er um að gera að láta hugmyndaflugið ráða ferðinni.  Við mælum með að gera salöt með því að hræra saman sýrðu grænmeti Móður Jarðar við gott majones eða gríska jógúrt frá Bíobú.  Hér eru nokkrar hugmyndir að Bopp smásnittum sem er gaman að hafa með fordrykk eða í áramótaboðinu og er um að gera að skreyta með söxuðum kryddjurtum eða spírum:

 

Bleika útgáfan:

Sýrt rauðkál með oregano

Grísk jógúrt frá Bíóbú

Nýmalaður svartur pipar

Kreistið mesta safann úr kálinu og blandið grískri jógúrt saman við.  Setjið á Bopp.

 

Sterka útgáfan

Spicy Kimchi

Gott majones, helst heimatilbúið (sjá uppskrift Móður Jarðar)

Kreistið mesta safann úr kálinu og blandið saman við majonesið eða gríska jógúrt.  Setjið á Bopp.

 

Með Bulsu

Creole Kraut

Grísk jógúrt frá Bíóbú

Sneið af Bulsu

Kreistið mesta safann úr kálinu og blandið grískri jógúrt saman við.  Setjið á Bopp.

 

Með Havartí osti

Sýrt grænmeti með sítrónu og steinselju

Grísk jógúrt frá Bíóbú

Sneið af feitum osti s.s Havartí frá Bíóbú

Kreistið mesta safann úr kálinu og blandið grískri jógúrt saman við.  Setjið á Bopp. Toppið með vænni sneið af osti.

 

Græna útgáfan

Gott lífrænt pesto

Grísk jógúrt frá Bíóbú

Svartur pipar og sítrónusafi ef þarf

Sneið af kjöti eða fisk eftir smekk

Hrærið grískri jógúrt út í pestóið og kryddið ef þarf.

 

Free shipping over £50.
Money back guarantee
EN