Þróunarvinna hefur skilað hnetusteik Móður Jarðar í nýjar og betri umbúðir sem eru í senn niðurbrjótanlegar og endurvinnanlegar.

Móðir Jörð kynnti nýverið hnetusteik sem þykir ljúffengur valkostur á veisluborðið.  Við kjósum að útbúa hana í steikar formi, þannig er hægt að matreiða einn skammt í senn og geyma afganginn í frysti.  Pakkinn inniheldur 4 buff, efni í 4 máltíðir.   Hnetusteik Móður Jarðar er fáanleg í Fjarðarkaup, Frú Laugu, Gott og blessað, Hagkaup, Melbúðinni og í verslunum Nettó.

Leave A Reply