Ný vara hefur bæst við vöruúrval Móður Jarðar, hún heitir Bopp !   Móðir Jörð tekur við framleiðslunni af Havarí en Bopp er hugarfóstur Svavars Péturs Eysteinssonar, betur þekktur sem Prins Póló. Bopp vann til gullverðlauna í matarhandverkskeppninni Askurinn árið 2019 í flokki nýsköpunar. Bopp er poppaðar byggkökur og er 100% íslensk að innihaldi.  Bankabygg og repjuolía frá Vallanesi, kryddað með sjávarsalti frá Saltverk.  Móðir Jörð  hefur klætt vöruna í nýtt útlit sem kemur í verslanir og netverslun Móður Jarðar fyrir jólin.  Bopp fæst einnig í stórnotenda umbúðum í vefverslun hér á síðunni.

Bopp er frábært sem snakk eða sem smásnittur og þá er gaman að nota hugmyndaflugið.  Undir þættinum “Uppskriftir” má finna ýmsar hugmyndir að litríkum og einföldum smásnittum með Boppi.