Jarðeplahátíð í Vallanesi

Nú eru uppskerulok og við fögnum því með Jarðeplahátíð í Vallanesi laugardaginn 3ða október frá kl 12-16.00.  Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við fleiri aðila á Austurlandi, ætlunin er að skoða ræktunarsögu svæðisins og stunda matargerðalist með kartöflum eins og hún gerist best.  Haldinn verður markaður og margt fleira gert til að fagna þeim fjölbreytileika sem jarðeplin búa yfir.   Dagskrána er sjá hér til hliðar, við hlökkum til að sjá ykkur. 

+ Read more

Grænmetiskassar

Það er hægt að panta vikulegan kassa af lífrænt ræktuðu grænmeti beint af Móður Jörð en uppskeran er fjölbreytt og í fullum gangi.  Við sendum vikulegan pakka af fersku nýuppteknu grænmeti frá Vallanesi, en grænmetið okkar er allt útiræktað.  Við höfum stofnað hóp á Facebook sem heitir Móðir Jörð – Netverslun þar sem upplýsingar um pakkann verða birtar.   Einnig má hafa samband við Móður Jörð í netfanginu info@vallanes.is
+ Read more

Skógargleði

Hin árlega Skógargleði verður haldin í Vallanesi sunnudaginn 9. ágúst.  Þrátt fyrir hertar sóttvarnaraðgerðir höldum við okkar striki enda virðum við þau fjöldatakmörk sem sett hafa verið þar sem dagskráin er mjög dreifð eins og sjá má.  Á göngustígnum Orminum, í Vallaneskirkju sem og inni í og utan við Asparhúsið verða viðburðir, markaður og hressing.  Við biðjum gesti að hjálpa okkur við að viðhalda 2ja metra reglunni og fylgja öðrum leiðbeiningum yfirvalda hvað varðar sóttvarnir og virða þær ráðstafanir sem við gerum á staðnum.  Verið velkomin, dagskrána er sjá hér að neðan, hlökkum til að sjá ykkur frá kl 13 – 17.00 á sunnudaginn. 

+ Read more

Kartöfluræktun í Vallanesi

Þetta er Pálshúshóll í Vallanesi, hér voru síðast ræktaðar kartöflur árið 1752. Í lífrænni ræktun er skiptiræktun mikilvæg og almennt miðað við 4 ár á milli þess sem kartöflur eru ræktaðar í sama garði. Í ár eru 268 ár síðan Páll Guðmundsson, aðstoðarprestur í Vallanesi, þá nýkominn frá Danmörku, setti niður kartöflur og kál á þessum hól og gerði þar með Vallanes einn af upphafsstöðum grænmetisræktunar á Íslandi. Við höfum lagt rækt við hefðbundnar íslenskar tegundir s.s. Gullauga og Rauðar íslenskar en bætum nú um betur með sjaldgæfum afbrigðum s.s. Blálandsdrottningu, Kónga bláum og möndlum.

+ Read more

Grænmetisbuffin í nýjum umbúðum

Grænmetisbuff Móður Jarðar eru nú í nýjum umbúðum.  Buffin er gott að eiga í frystinum, þau eru forelduð og hægt að hita þau upp á 10 mínútum.  Buffin eru góður grunnur að grænmetisrétti, þau eru vegan og framleidd úr íslensku grænmeti og heilkorni.  Grænmetisbuff Móður Jarðar bera vottunarmerki Evrópu, Evrópulaufið, sem er alþjóðlegt merki til viðurkenningar um að staðli um lífræna framleiðslu sé fylgt. 

+ Read more

Eymundur í Vallanesi heiðraður á Ítalíu

Verðlaun við Matarvísindaháskólann í Pollenzo

Nýverið var Eymundi Magnússyni, bónda í Vallanesi, veitt viðurkenning við Matarvísindaháskólann í Pollenzo á Ítalíu (University of Gastronomic Sciences – UNIGS).  Viðurkenninguna hlýtur Eymundur fyrir það framtak að hafa plantað skógi og skjólbeltum og þannig skapað skilyrði til lífrænnar ræktunar í sínu heimalandi. Eymundur er einn af þremur einstaklingum sem fær þessa viðurkenningu í ár fyrir að hafa með vinnu sinni stuðlað að aukinni sjálfbærni í landbúnaði, verndun umhverfis og líffræðilegri fjölbreytni.

Háskóli matarvísinda í Pollenzo var stofnaður árið 2004 af frumkvæði Carlo Petrini, forseta Slow Food samtakanna.  Hann er stjórnarformaður skólans og afhenti verðlaunin ásamt Bruno Cerretto, eiganda Cerretto víngerðarinnar í Alba.  Verðlaunin sem heita “Premio Langhe Cerretto” er samstarfsverkefni Háskólans í Pollenzo og Cerretto víngerðarinnar sem hafa undanfarin 10 ár tekið höndum saman og veitt verðlaun til rithöfunda sem skrifuðu um matarmenningu.  Nú er sjónum hins vegar beint að einstaklingum í landbúnaði sem talið er að hafi með vinnu sinni aukið sjálfbærni á því sviði og séu öðrum mikilvægar fyrirmyndir.

Auk Eymundar hlutu verðlaun Nicola del Vecchio sem er ungur bóndi í Molise á Ítalíu, fyrir að endurvekja ræktun á sínu svæði og fyrir þátttöku í að efla staðbundna matvælaframleiðslu, og Sómalinn Mohamid Abdikadir fyrir að stofna fjölda matjurtagarða í heimalandi sínu og auka þar aðgengi fólks að mat.

Blásið var til 2ja daga viðburðar 22 – 23. júní sem bar yfirskriftina “Bylting matjurtagarðsins”.  Efnt var til hringborðsumræðu um mikilvægi þess að auka aðgengi almennings að matjurtaræktun og auka þátttöku fólks í framleiðslu matvælanna sem það neytir.  Alice Waters hlaut auk þess heiðurs doktors nafnbót við háskólann en hún hefur unnið ötullega að stofnun matjurtagarða víðs vegar um Bandaríkin, talað fyrir hollu mataræði barna og unglinga þar í landi.  Hún á og rekur veitingastaðinn Chez Panisse í Berkeley og hefur gefið út fjölda bóka.

+ Read more

Asparhúsið opnar

Verslun og morgunverður

Verslun og veitingastofa í Asparhúsinu í Vallanesi er opin frá apríl út október frá 9-18 alla daga og opið er alla daga júní – ágúst.  Þar bjóðum við uppá létta grænmetisrétti, ýmsar matvörur úr jurtaríkinu og ferskt grænmeti eftir árstíðum.  Asparhúsið er afurð skógræktarinnar á staðnum, byggt árið 2016 úr íslensku timbri.  Fyrirspurnir og bókanir fyrir hópa má senda í tölvupósti á info@modirjord.is

+ Read more

Móðir Jörð fékk Fjöreggið 2015

Matvælaverðlaun MNI og Samtaka iðnaðarins

Móðir Jörð hlaut Fjöregg MNÍ (Matvæla-og næringarfræðingafélag Íslands) 2015 en verðlaunin eru veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. Verðlaunagripurinn er íslenskt glerlistaverk sem táknar Fjöreggið og hefur verið gefið af Samtökum iðnaðarins frá upphafi, í yfir 20 ár. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars: „Móðir Jörð er tilnefnt fyrir að framleiða spennandi íslensk matvæli úr jurtaríkinu. Fyrirtækið byggir sína framleiðslu á sjálfbærni og lífrænt ræktuðu hráefni. Hjá fyrirtækinu er lögð mikil áhersla á að þróa afurðir úr nánasta umhverfi og hafa fjölmargar nýjungar komið frá Móður Jörð á síðustu árum”. Á myndinni eru tilnefnd;  Eirný Sigurðardóttir frá Búrinu ostabúð,  Ólöf Kristín Sívertsen frá Skólar efh, Eygló Björk Ólafsdóttir frá Móðir Jörð, Klaus Kretzer frá Skaftafell Delicatessen og Ragnheiður Héðinsdóttir frá Samtökum iðnaðarins sem afhenti Fjöreggið að þessu sinni.

+ Read more

Sýrt grænmeti

Sýrt grænmeti frá Móður Jörð er nú fáanlegt með nýju útliti.  Vörulínan inniheldur spennandi blöndur af grænmeti og kryddum sem henta með ýmsum mat.  Við notum hefðbundna vinnsluaðferð þar sem grænmetið gerjast í eigin safa og kallar fram góða gerla (lactobacillus)sem eru undirstaða góðrar meltingar.  Með þessari vinnsluaðferð varðveitist mest af þeim vítamínum og steinefnum sem grænmetið inniheldur.

+ Read more

Brauðblanda

- Nýtt frá Móður Jörð

Með þessari heilkorna brauðblöndu má töfra fram ljúffengt brauð með lítilli fyrirhöfn.  Í henni er lífrænt ræktað heilhveiti* og bygg* sem gera brauðið gróft og trefjaríkt og það er bragðbætt með ætihvönn og birki. 

Innihald pakkans dugar í einn brauðhleif.  Setjið blönduna í skál og bætið saman við 3 dl vatni og 1-2 msk af matarolíu.Gott er að setja AB- eða súrmjólk í blönduna að einhverju leyti á móti vatninu. Bæta má fræjum við blönduna til

+ Read more