Nú er komið á markað brauð sem inniheldur að öllu leyti íslenskt korn. Brauðhúsið í Grímsbæ er handverksbakarí hvað þeir bræður Sigfús og Guðmundur hafa bakað súrdeigsbrauð til margra ára. Þeir hafa lengi notað kornið frá Vallanesi með öðru korni, bæði bygg og hveiti en þeir baka eingöngu súrdeigsbrauð og reka lífrænt bakarí og verslun. Þeir hafa nú þróað súdeigsbrauð sem inniheldur Heilhveiti Móður Jarðar að öllu leyti. Brauðið er afbragðsgott, enda ekki von á öðru hjá þeim bræðrum í Brauðhúsinu sem baka eingöngu úr lífrænu korni. Árið 2021 var einkar hagstætt til kornræktar á Austurlandi og hveitið hefur góða bökunareiginleika. Heilhveiti Móður Jarðar fæst í Brauðhúsinu í Grímsbæ, Fjarðarkaup, Frú Laugu, Hagkaup, Krónunni, Melabúðinni, helstu búðum Nettó, ME & MU, og að sjálfsögðu í verslun okkar í Vallanesi og á modirjord.is